Innlent

Lög­regla með eftir­för í Voga­hverfi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ökumaður var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi
Ökumaður var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi Vísir

Lögregla veitti ökumanni eftirför í Vogahverfi í Reykjavík nú um kvöldmatarleytið. Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu veitti lögreglan litlum fólksbíl eftirför í vogahverfi. Ökumaðurinn var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi. Mbl greindi frá því að um stóra lögregluaðgerð sé að ræða. Sjónarvottar sögðu þeim að sérsveitarbíll hafi ekið á ógnarhraða á Langholtsvegi og að mikið sírenuvæl hafi heyrst í hverfinu.

Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin sé til aðstoðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×